Sprenging í sölu á óslægðum þorski á mörkuðum – verð ekki í takt við gengi

 

Í október sl. voru seld 6-0-1 tonn af óslægðum þorski á
fiskmörkuðunum sem er aukning um 570 tonn eða 115%.  Meðalverð nú var 289 kr á móti 249 í fyrra – 16% hækkun. 

Í óslægðri ýsu var einnig aukning eða sem nam 29%, en alls
voru nú seld 5-4-2 tonn.  Meðalverð
á ýsunni var 178 kr fyrir kílóið en var 144 í fyrra – 24% hækkun. 

Mikið hefur verið hringt á skrifstofu LS og undrun lýst á
hversu gengishrunið hefur haft lítil áhrif verðið.  Það er vissulega rétt þar sem gengisvísitala október 2007
var 116 stig en 203 stig í nýliðnum október eða 76% munur. 

 

Sjá nánar Gengi.xlsx.pdf

 

Heimild:  Unnið
upp úr tölum RSF

       Seðlabanki Íslands