Athyglisverður fyrirlestur um sandsílið

 

Föstudaginn 14. nóvember sl. var á dagskrá í Málstofu
Hafrannsóknastofnunar fyrirlestur Vals Bogasonar um sandsíli.

Margt fróðlegt kom þar fram um lifnaðarhætti þess og
mikilvægi í lífkeðjunni.  

Meðal
þess var að hér við land finnast 3 tegundir af sandsílaætt:

Trönusíli, Marsíli og Sandsíli.  Sandsílið er þeirra minnst en hámarkslengd þess er 20 cm.

Sandsílið lifir á 0-1-10 metra dýpi á sandbotni.

Meirihluti sandsíla er orðin kynþroska 1 árs, hrygning hefst
í október en klak ekki fyrr en í apríl.

 

Hér eru aðeins örfá dæmi nefnd úr fyrirlestri Vals.

Vakin er athygli á að hægt er að hlusta á fyrirlesturinn í
heild með því að smella á:  Sandsíli