Fiskverð lækkar í kjölfar styrkingu krónunnar

Meðalverð á óslægðum þorski á síðustu þremur vikum var 317
kr/kg sem er með því hæsta sem sést hefur.   Hæst var kílóaverðið 20. nóvember 345 kr,
en lægst var það í dag 263 kr á þessu þriggja vikna tímabili.  
Ekki er ólíklegt að mikil styrking krónunnar undanfarna tvo daga sé strax farið að gæta þar
sem meðalverð á óslægðum þorski í dag var 13,5% lægra en í gær.

 

Sams konar verðsveifla var á óslægðri ýsu.  154 krónur fengust fyrir kílóið í dag sem
er 30 krónum lægra en í gær 4. desember. 
Eins og í þorskinum er verðið í dag það lægsta sem sést hefur á sl. 3
vikum.  Hæst fór óslægða ýsan á þessu tímabili
í 236 kr, miðvikudaginn 19. nóvember. 
Meðalverðið á tímabilinu var 193 kr/kg.