Hámark á krókaaflahlutdeild – tími til aðlögunar lengdur um 3 ár

Sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp sem lengir þann tíma sem fyrirtæki
hafa til að laga sig að lögum um hámarkseign á krókaflahlutdeild. 

Í lögum um stjórn
fiskveiða er kveðið á um að samanlögð krókaaflahlutdeild í eigu sama aðila, eftir
1. september 2009, megi ekki vera hærri en 4% í þorski, 5% í ýsu og 5% i
heildarverðmæti.


Í frumvarpinu sem nú
hefur verið dreift á Alþingi er lagt til að tími til að laga sig að hámörkunum verði
lengdur um þrjú ár, taki gildi 1. september 2012.


Í athugasemdum með frumvarpinu segir að tillaga að þessari breytingu sé vegna sérstakra aðstæðna í íslensku efnahagslífi sem geri það að verkum að mjög erfitt sé að fjármagna viðskipti með krókaaflahlutdeildir og því lítill markaður fyrir þær.  „Þeir aðilar sem enn eru yfir tilsettum mörkum eiga þannig takmarkaða möguleika til þess að komast undir tilskilin mörk“.