Í þriggja vikna yfirliti um verð á þorski og ýsu selt á
fiskmörkuðunum kemur í ljós að verðið hefur verið að gefa eftir á síðustu viku.
Í dag seldist óslægður þorskur á 244 en slægður á 297 kr/kg
sem er 10% lægra verð en á þriðjudeginum fyrir viku.
Sömu sögu er að segja um ýsuna, þar hefur verðið einnig
lækkað, slægða fór á 118 krónur í
dag en óslægð seldist á 139 kr/kg sem er 20 krónum lægra en fyrir viku.
Myndir sem hér fylgja sýna vel sveiflur í verðunum.