Félag smábátaeigenda á Austurlandi mótmælir yfirgangi stórra línuskipa

7. janúar sl. sendi Félag smábátaeigenda á Austurlandi
bæjarráði Fjarðarbyggðar bréf þar sem skorað er á ráðið að taka undir og vinna
að framgangi samþykktar aðalfundar FSA um að línuskipum 100 brl. og stærri
verði óheimilt að stunda veiðar innan 

3 sjómílna frá landi.

 

 

Bréfið er undirritað af formanni félagsins Ólafi
Hallgrímssyni og er eftirfarandi:

 

Á fundi stjórnar Félags smábátaeigenda á Austurlandi sem haldinn var 07.
janúar 2009 var tekið fyrir erindi smábátasjómanna í Fjarðarbyggð en þeir og
Fjarðarbyggð hafa orðið fyrir tjóni vegna ágangs línuskipa (beitingavélabáta) á
heimamið þeirra.

 

Eftirfarandi var
samþykkt;

„Stjórn Félags
smábátaeigenda á Austurlandi skorar á bæjarráð Fjarðarbyggðar að taka undir og
vinna að framgangi samþykktar aðalfundar félagsins frá 19. september sl. um að
línuskipum 100 brl. og stærri verði óheimilt að stunda veiðar innan 3. sjómílna
frá landi.“.

 

Það sem af er
vetri hefur sókn stórra línubáta inn í okkar gjöfulu firði verið
gríðarleg.   Veiðar þeirra
hafa hindrað útgerð smærri báta og gert þeim erfitt fyrir um að stunda línu-  neta- og handfæraveiðar. 

 

Hér með er skorað
á bæjarráðið að taka undir með smábátaeigendum á Austurlandi og greiða þar með fyrir
áframhaldandi öflugri atvinnuuppbyggingu í bæjarfélaginu.“

Gamla höfnin á kafi - Borgarfjörður Eystri 27. nóv.jpg 

,

                                   
                       Mynd:  Frá Borgarfiðri Eystri – t.v. sést grilla í gömlu höfnina – 27. nóv. 2008

Félagsfundur Smábátafélags Reykjavíkur – uppsagnir á leigusamningi verbúða