Leiguverð byrjað að lækka, þorskverð hjakkast ögn upp á við

Eins og fram hefur komið hér á síðunni hafa menn áhyggjur af lækkandi þorskverði og háu leiguverði.  Þetta hefur komið nokkuð vel fram í fréttum undanfarið, m.a. þessari frétt: 

http://vf.is/Frettir/9-5-3/default.aspx

Það er með ólíkindum að skoða þróunina á þorskverði fyrstu daga febrúarmánaðar (2.-12.) árin 9-20-2007.  Meðalverð á slægðum þorski á fiskmörkuðum er nú 11% lægra en það var á þessu tímabili 2007 og 31% lægra en 2008.  Verðið á óslægðum þorski hefur hrapað enn meir frá árinu 2008, um heil 45% og er ögn lægra en það var 2.-12. febrúar 2007 (sjá graf).Medalverd 2-12 feb.png   
Síðustu daga hefur talsvert verið fjallað um hátt leiguverð á þorski.  Svo hart gengur þetta að sumir íhuga að leggja bátum sínum og lái þeim hver sem vill.  Í dag virtist einhver breyting vera að eiga sér stað.  Grafið hér að neðan sýnir þróunina 2.-12. febrúar s.l.
Picture 30.png 
Meðalleiguverð í krókaaflamarkinu þessa daga var 177 kr. en 188 kr. í aflamarkinu.  Samkvæmt vef Fiskistofu voru leigð um 177 tonn í krókaaflamarkinu og 551 tonn í aflamarkinu.  Þetta gerir rúm 80 tonn hvern virkan dag.  Í þeirri tölu er ekki það magn sem skiptir um hendur þegar verið er að skiptast á veiðiheimildum.    ´

Lélegir þorskárgangar gefa furðugóðan afla