Meðal fjölmargra þátta sem fjallað er um í skýrslunni er
úttekt á fjölda skyndilokana.
Eins og undanfarin ár eru þær mjög margar, um sex að meðaltali í hverjum
mánuði á síðasta ári.
Í fyrra var 70 sinnum lokað svæðum vegna smárra þorska sem
er fjórum færri en á árinu 2007.
Myndin hér að neðan sýnir fjölda skyndilokana sl. 10 ár. Meðalfjöldi á tímabilinu eru 66
lokanir.