Þorskstofninn er ekki einn stofn eins og fiskveiðiráðgjöfin gerir ráð fyrir

Nú stendur yfir á Hótel Loftleiðum ráðstefna á vegum
Hafrannsóknastofnunarinnar.  
loknu setningarávarpi Steingríms J. Sigfússonar sjávarútvegsráðherra flutti
gestafyrirlesari ráðstefnunarinnar Stewen Hawkins erindi.

Að því loknu komu tvö erindi sem greindu frá rannsóknum á
ólíkum þáttum þorsks frá N-A svæði og S-V svæði.

 

Lísa A. Libungan flutti
erindi sem hún nefndi „Staðbundin aðlögun og breytileiki í lífssögu þorsks og
svörunarföllum milli tveggja undirstofna við Ísland“.

Hún greindi frá rannsóknum sem hún og fleiri vísindamenn
Hafró framkvæmdu á tveimur aðskildum undirstofnum íslenska þorskstofnsins.   Stofnarnir hrygna annars vegar
N-A af landinu og hins vegar fyrir utan S-V land.  Útfrá þeirri staðreynd má gera ráð fyrir að stór hluti
afkvæma frá S-V svæðinu klekist út í hlýrri sjó en þau koma frá N-A svæðinu.

Niðurstöður af tilraunum sem framkvæmdar voru sýndu að N-lirfur
uxu hraðar en S-lirfurnar við þrjú mismunandi hitastig, 4°C, 8° og 12°. 

Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja
niðurstöðuna benda til þess að
þorskar frá N-A svæði og S-V svæði séu frábrugðnir hvað varðar lífeðlisfræði og
lífssögu og styðja því þá almennu vitneskju að íslenski þorskstofninn
samanstendur af a.m.k. tveimur aðskildum stofnum.

 

Timothy B. Grabowski
flutti erindið:  „Sveigjanleiki í
svipgerð og staðbundinni aðlögun hvað varðar súrefnisupptöku hjá undirstofnum
þorsks“.

Í rannsóknum vísindamanna sem unnu með TBG að verkefninu var
reynt að meta þyngdarháða súrefnisupptöku þorskseiða frá N-A svæði og S-V svæði
við mismunandi hitastig og áhrif á súrefnisupptöku vegna færslu þorskseiða
milli þeirra. 

Niðurstöður sýndu mismunandi svörun þorskseiða milli svæðanna
og benda því til þess að lífeðlisfræðilegur munur sé á milli þorsks frá þessum
tveimur svæðum. 

 

Forsenda fiskveiðiráðgjafar?

Af þessum rannsóknum er vart hægt að efast lengur um að íslenski
þorskstofninn er ekki einn stofn eins og talið var heldur samanstendur hann af
tveimur undirstofnum.   Þessi
vitneskja er þeim mun athyglisverðari þegar litið er til þess að fiskveiðiráðgjöf
Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir þorsk gengur útfrá því að stofninn sé ein
stjórnunareining.

 

 

Nánar um ráðstefnuna