Ýsuafli krókaaflamarksbáta í hæstu hæðum

Nú þegar fiskveiðiárið er nærri hálfnað er ýsuafli krókabáta
að nálgast 40% af heildarýsuafla fiskiskipaflotans.   Afli þeirra er kominn yfir 16 þúsund tonn en alls hafa
veiðst rúm 42 þús. tonn af ýsu það sem af er fiskveiðiári.

 

Ýsuafli krókaaflamarksbáta nú er
um tvöþúsund tonnum meiri en á sama tíma á síðastliðnu fiskveiðiári. 

 

Það vekur athygli að
heildarýsuaflinn á tímabilinu er rúmum fimmtungi minni en í fyrra eða sem nemur 0-6-12
tonnum.   Mestu munar þar um
helmings samdrátt hjá togurum, en ýsuafli þeirra nú er aðeins rúm níuþúsund
tonn. 

 

 

Upplýsingar unnar úr bráðabirgðatölum Fiskistofu.

,