Trillukarl lagði ríkið í Hæstarétti

 

Í dag birti Hæstiréttur dóm í afrýjunarmáli íslenska
ríkisins gegn Má Ólafssyni trillukarli á Hólmavík.   

 

Dómsorð Hæstaréttar er eftirfarandi:

„Felldur er úr gildi úrskurður skattstjórans í
Vestfjarðaumdæmi 6. apríl 2005 um að hækka laun Más Ólafssonar í skattskilum
stefnda, Lovísu ehf., vegna rekstrarársins 2002, sem staðfestur var með
úrskurði yfirskattanefndar 21. júní 2006.

Ákvæði héraðsdóms um málskostnað skal vera óraskað.

Áfrýjandi, íslenska ríkið, greiði stefnda 0-0-400 krónur í
málskostnað fyrir Hæstarétti.“

 

Í málinu var tekist á um hvort viðmiðunarreglu
ríkisskattstjóra um reiknað endurgjald hefði lagastoð.  Reglan er um að reiknað endurgjald
þeirra sem stunda fiskveiðar á smábátum er kjarasamningar taka ekki til, skuli
eigi vera lægra en 40% af aflaverðmæti báts.

 

Gera má ráð fyrir að dómurinn verði til þess að fjölmargir
smábátaeigendur eigi rétt á endurgreiðslum frá ríkinu vegna oftekinna skatta.

 

Lögmenn Más í Hæstaréttir voru Ástráður Haraldsson hrl. og
Guðrún Sesselja Arnardóttir hdl.  
Fyrir héraði sótti málið fh. Más, Ásmundur G. Vilhjálmsson hdl.

Sjá dóminn í heild