Foráttubrim í síðustu viku olli gífurlegu tjóni á
veiðarfærum grásleppukarla á N- og NA-landi.
Hún var ömurleg aðkoman hjá grásleppuveiðimönnum um nýliðna
helgi þegar loks var hægt að vitja netanna eftir langvinna ótíð. Þrátt fyrir að netin lægju á meira en
30 faðma dýpi sluppu þau ekki.
Hafrótið náði þar niður og þyrlaði grjóti og öðrum ófögnuði af botninum
og lamdi í sundur. Einnig
hefði fiskur lent í netunum og vafið þau þannig upp að brimið vann enn betur á
þeim og gerði þau með öllu ónothæf.
„Það er grátlegt að vera kominn í land með ónýt net eftir Ætli þessi bræla skráist ekki í sögubækur sem „stóra milljónabrælan“. Aldrei þessu vant blasti við okkur Að sögn Gunnars Gunnarssonar á Húsavík eru grásleppuveiðimenn þar sammála um að fara þarf allt aftur til ársins 1984, aldarfjórðung, til að finna hamfarir sem þessar. Tekið á bryggjunni á Húsavík í dag
aðeins 3 vikna notkun. Góð
afkoma síðastliðins árs er fokin út í veður og vind í bókstaflegri merkingu. Það er harla ólíklegt að þau örfáu
net sem sluppu geri mönnum kleift að jafna þann reikning.
nægur markaður og hærri verð en menn hafa nokkru sinni séð, sagði Einar Sigurðsson grásleppukarl á
Raufarhöfn.