Þorskur
Eftir að verð á þorski byrjaði að falla á mörkuðum í
desember rak hver mánuðurinn annan með lægra meðalverð. Í apríl hefur þessi óheillaþróun
hins vegar stöðvast og verð byrjað að hækka. Óslægður þorskur skilaði þá 186 kr/kg meðalverði sem var tæpum
11% hærra en í mars.
Sömu sögu er að segja af slægðum þorski verðið hærra í apríl
en það var í mars.
Þó verðhækkun hafi orðið í apríl eru verðin á þorski þó
langt frá því sem fékkst fyrir hann í nóvember. Óslægður þorskur þarf að hækka um rúm 60% til að toppa það
eða í 305 kr/kg.
Ýsa
Þar hafa verðin ekki lækkað jafn mikið og í þorskinum. Á umræddu misseri var það þó lægst í
mars, 149 kr/kg fyrir óslægða ýsu, hafði lækkað um 19% frá nóvember. Þau verð hafa nú verið kvödd, með um 50% hækkun í apríl sem skilaði 220 kr meðalverði. Þess má geta að að er fimmtungi
hærra verð en í nóvember sl.
Sambærileg verðhækkun milli mars og apríl hefur orðið á
slægðri ýsu.
Sjá nánar meðalverð þorsks og ýsu fyrstu átta mánuði fiskveiðiársins.
,
Fiskverð á mörkuðum gefur eftir