Hrollaugur mótmælir fyrningarleið

Stjórn Hrollaugs – félag smábátaeigenda á
Hornafirði kom saman til fundar fyrr í dag þar sem rætt var um hugmyndir stjórnarflokkanna
um fyrningarleið.  Að loknum fundi
var gefin út efitirfarandi fréttatilkynning:

 

„Stjórnarfundur í smábátafélaginu Hrollaugi á
Hornafirði 7. maí 2009 ályktar eftirfarandi:

Hugmyndir um fyrningarleið ríkisstjórnar eru ekkert annað en aðför að sjávarútveginum og þeim sem við hann starfa bæði til sjós og lands.  Þessar
hugmyndir eru einnig aðför að landsbyggðinni.  Fyrningarleið mun hafa í för með  sér launaskerðingu fyrir sjómenn.  Það er gjörsamlega óviðunandi að vinna í svona umhverfi þar
sem ekkert starfsöryggi er vegna þess að pólitíkusar eru á atkvæðaveiðum.

 

Stjórn
Hrollaugs“

 

 

,