Klettur fordæmir ákvörðun um fyrningu aflaheimilda

Stjórnarfundur
í Svæðisfélaginu Kletti félagi smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi hefur
sent frá sér eftirfarandi ályktun:


„Fyrningarleið

,

Fundurinn fordæmir
þá ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að innkalla allar veiðiheimildir með svokallaðri
fyrningarleið.

Það er með öllu
óásættanlegt að stjórnvöld skuli tilkynna áætlun um að innkalla allar
veiðiheimildir á 20 árum og þar með rústa þeim grundvelli sem sjávarútvegurinn
er byggður á í dag.

Þetta er gert
án þess að skýra hið minnsta hvernig endurúthlutun aflaheimilda verður háttað,
eða hvernig koma skal til móts við fyrirtæki og einstaklinga sem fjárfest hafa
í veiðiheimildum og sjá nú þær fjárfestingar sem borga áttu sig upp á næstu
árum hverfa jafn óðum og þær eru greiddar upp.“

 

Formaður Kletts er Pétur Sigurðsson,

Klettur – hafnar alfarið aðild að Evrópusambandinu