Reykjavíkur kom saman til fundar í gær 13. maí og ræddi um áform stjórnvalda um
að innkalla aflaheimildir ásamt því að ræða ákvörðun fv. sjávarútvegsráðherra
að gefa handfæraveiðar frjálsar.
Eftirfarandi ályktun var
samþykkt:
· „Stjórn Smábátafélags Reykjavíkur lýsir yfir áhyggjum
vegna fyrirhugaðrar fyrningarleiðar ríkisstjórnarinnar í kvótamálum. Á þessum ótryggu tímum getur fyrningarleiðin orðið mjög erfið þeim
sem eru skuldsettir í smábátaútgerðinni.
Hvetjum við ríkisstjórnina
til að hafa fullt samráð við okkur sem hagsmuna hafa að gæta og höfum treyst á þessa
atvinnugrein til lífsviðurværis.
· Stjórnin lýsir yfir ánægju með þá ákvörðun Steingríms Sigfússonar að gefa
handfæraveiðar frjálsar. Smábátafélag
Reykjavíkur hefur ítrekað ályktað í þá veru.“
Garðar Berg Guðjónsson er formaður
Smábátafélags Reykjavíkur