Strandveiðifrumvarpið komið fram


Í dag mælti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón
Bjarnason fyrir frumvarpi til laga um breytingar á lögum um stjórn
fiskveiða.   Í
bráðabirgðaákvæði I í frumvarpinu er fjallað um strandveiðar.  Þar er gert ráð fyrir að stunda megi handfæraveiðar
síðustu þrjá mánuði þessa fiskveiðiárs án þess að aflinn teljist til
kvóta. 

Sækja má alla daga utan laugardags og sunnudags.  Hver róður má að hámarki standa í 12
klst og ekki má veiða meir en 800 kg af þorski í hverri veiðiferð.  Rói menn einir mega þeir nota 2
handfærarúllur og að hámarki 4 ef fleiri eru um borð.

Samkvæmt frumvarpinu er landinu skipt í fjögur veiðisvæði og
þeim 5-9-3 tonnum (0-5-2 tonn aukaúthlutun og  5-4-1 tonn úr byggðakvóta) sem ætlaðar eru til veiðanna deilt
niður á þau.  Skiptingin er
eftirfarandi:

A.            Eyja-
og Miklaholtshreppur – Skagabyggð                                6-3-1
tonn

B.            Sveitarfélagið
Skagafjörður – Grýtubakkahreppur                        936 tonn

C.            Þingeyjarsveit
– Djúpavogshreppur                                         3-0-1
tonn

D.            Sveitarfélagið
Hornafjörður – Borgarbyggð                                  690 tonn

 

Í frumvarpinu er ákvæði um að hefji menn strandveiðar þá
fellur veiðileyfi í atvinnuskyni niður það sem eftir er fiskveiðiársins.

 

Sjá nánar frumvarpið