Elding mótmælir fyrningarleið harðlega

Hinn 4. júní sl hélt Elding, félag smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum, stjórnarfund.  

Eftirfarandi ályktun var samþykkt:
„Stjórn Eldingar –
félags smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum – skorar á ríkisstjórn Íslands að
falla frá öllum hugmyndum um innköllun veiðiheimilda og einbeita sér þess í
stað að tryggja stöðugleika og bjarta framtíð í sjávarútvegi. 

Stjórn Eldingar
telur það ábyrgðarlaust með öllu að ráðast að undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar
– sjávarútveginum – með það að markmiði að svipta hann veiðirétti sem hann hefur
aflað sér á grundvelli laga um stjórn fiskveiða og skilja hann eftir með skuldir sem
aflaheimildir áttu að standa undir á komandi árum. 

Ísafirði 4. júní
2009

Birkir Einarsson

formaður Eldingar“

Picture 8.png

,

Bolungarvík á fallegum degi

Elding mótmælir harðlega togveiðum í hrygningarstoppi