Málþing um auðlindastýringu og fyrningarleið
ríkisstjórnarinnar var haldið í Vestmannaeyjum 4. júní sl. Þekkingarsetur Vestmannaeyja,
Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabær voru aðilar
að skipulagningu málþingsins sem tókst í alla staði afar vel. Mæting á málþingið var mjög góð eða um
200 manns.
Málþingið hófst á setningarávarpi Elliða Vignissonar
bæjarstjóra, en á eftir honum fluttu eftirtaldir framsögu:
Atli Gíslason, alþingismaður og formaður sjávarútvegs- og
landbúnaðarnefndar Alþingis
Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands
Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins
Þorvarður Gunnarsson framkvæmdastjóri Deloitte
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda
Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskvinnslukona, fulltrúi
fiskvinnslu
Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjörns hf. í Grindavík,
fulltrúi útgerða
Eyrún Sigþórsdóttir, sveitastjóri Tálknafjarðarhrepps,
fulltrúi sveitarfélaga.
Skoða má glærur frá framsögumönnum hér.
Í erindi Arnar Pálssonar kom fram sjónarmið smábátaeigenda
til innkölunar aflaheimilda. Örn
lagði áherslu á að sátt næðist meðal þjóðarinnar um sjávarútveginn og vakti
athygli á að útgerðinn hefði á sl fjórum árum greitt 2,4 milljarða í
veiðigjald. „Ég hvet hér með til sátta þannig að í stað fyrningarleiðar
komi hækkun á veiðigjaldi sem taki, eins og eðlilegt getur talist, mið af
afkomu atvinnugreinarinnar.“
,
,
„Sáttanefndin“ hefur lokið störfum