Strandveiðar – beðið eftir birtingu

 

Fiskistofa hefur sent frá sér orðsendingu um að tilgangslaust
sé að sækja um strandveiðileyfi fyrr en lögin hafa verið birt í stjórnartíðindum
og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur birt reglugerð þar um.

 

Gera má ráð fyrir að lögin verði birt á morgun þriðjudag og
reglugerð í kjölfarið.

 

Fiskistofa tekur fram á heimasíðu sinni að:

Vegna fjölda fyrirspurna vill Fiskistofa koma nokkrum atriðum á framfæri
sem er að finna í lögunum og varða umrædd leyfi.

Við útgáfu Fiskistofu á leyfi til fiskiskips til strandveiða falla úr
gildi önnur leyfi til þess að stunda veiðar til loka fiskveiðiársins 9-20-2008,
sem gefin eru út með stoð í lögum nr. 6-20-116, um stjórn fiskveiða, og lögum
nr. 7-19-79, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Þá er rétt að taka fram að sama fiskiskipi verður aðeins veitt leyfi frá
einu landsvæði á fiskveiðiárinu og útgerð skips verður að eiga heimilisfesti
samkvæmt þjóðskrá eða fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra á því landssvæði.“