Fréttamaður frá NRK – ríkissjónvarpið í Noregi – var hér á
landi fyrir skömmu og kynnti sér sjónarmið Íslendinga til
Evrópusambandsins.
Í fréttinni er vikið að mikilvægi sjávarútvegsins fyrir
Ísland, um helmingur þjóðartekna komi frá honum þrátt fyrir að fáir landsmenn
starfi við hann.
Eins og í Noregi séu skiptar skoðanir um að Ísland gangi í
Evrópusambandið og sjómenn óttist að efnahagshrunið geti orðið til þess að ákvörðun
um inngöngu verði tekin í fljótræði.
Í niðurlagi fréttarinnar sagði fréttamaðurinn að þrátt fyrir
eindregna andstöðu sjómanna við inngöngu mundi ríkisstjórnin sækja um aðild að
Evrópusambandinu.