Í Fréttablaðinu hinn 8. júlí sl birtist frétt með viðtölum við framkvæmdastjóra LÍÚ og formann Félags skipstjórnarmanna. Þar lýsa þeir miklum áhyggjum yfir öryggismálum sjómanna varðandi hið nýja strandveiðikerfi.
Hafi þessir aðilar svona djúpar áhyggjur af öryggismálum sjómanna, hlýtur að liggja beint við að þeir leggi til að smábátaútgerð sé lögð af á Íslandi.
Hér með er skorað á viðkomandi aðila að vísa til þeirra upplýsinga sem til eru um þessi mál og sanna þá fullyrðingu að hið nýja kerfi sé „afturför í öryggismálum á sjó“.
Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að svo digrar yfirlýsingar séu studdar tilvísunum í gögn sem til eru. Annað „nær ekki nokkurri átt“, eins og formaður Félags skipstjórnarmanna orðaði það.
Umsögn Landssambands smábátaeigenda um stjórnarskrárfrumvarpið