Skalli – strandveiðar til hagsbóta”

Stjórn Skalla fundaði á Sauðárkróki sl. laugardag, 11. júlí.  Meðal þess sem rætt var á fundinum voru
strandveiðar, byggðakvóti og ákvörðun Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra um heildarafla á næsta fiskveiðiári.

 

Eftirfarandi ályktun var samþykkt:

Stjórn Skalla fagnar strandveiðum og telur þær til hagsbóta fyrir
félagsmenn á sínu svæði, sem er frá Hvammstanga til Siglufjarðar.  Stjórnin hvetur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
til að beita sér fyrir því að strandveiðar verði festar í sessi sem sérstakt
veiðikerfi óháð veiðiheimildum til króka- og aflamarks.       Stjórn Skalla telur það afleita ákvörðun að
færa veiðiheimildir úr Byggðakvóta í strandveiðikerfið.  Veiðiheimildir til strandveiða verði viðbót
við áðurúthlutaðan kvóta og dragist ekki frá veiðiheimildum þeirra sem eru háðir
króka- og aflamarki.       

 

Stjórn Skalla harmar ákvörðun sjávarútvegsráðherra um niðurskurð
aflaheimilda á þorski, ýsu og ufsa á fiskveiðiárinu 0-20-2009 og hvetur hann
til að endurskoða hana og bendir í því sambandi á tillögur Landssambands
smábátaeigenda þar sem mælt er með 200 þús. tonnum af þorski og 80 þús. tonnum af
ýsu og veiðiheimildir í ufsa verði óbreyttar 65 þús. tonn.

 

Formaður Skalla er Sverrir Sveinsson Siglufirði

Vorið og sumar 2-051-2009_2.jpg

Siglufjörður 

13. júlí 2009