Strandveiðar – ný uppfærsla talna – 109 tonn bætast við á svæði A í ágúst

 Nýting útgefinna strandveiðileyfa er komin í rúm 80%, en í
gær höfðu 384 bátar hafið veiðar af 478 sem fengið hafa leyfi.

Þorskaflinn í júní og júlí er að nálgast helming af því sem
má veiða.  Búið að landa 2-3-1
tonnum af tæpum þrjúþúsund sem er í pottinum á tímabílinu.  Hver bátur hefur því veitt 3,6 tonn af
meðaltali.

Veiðar hafa verið stöðvaðar á svæði A, en mat Fiskistofu var
að þar mundi aflinn klárast 15. júlí sl. 
Bræla einn daginn olli því hins vegar að bannið kom of snemma og bætast
því rúm hundrað tonn á leyfilegan afla í ágúst á svæðinu.

 

Fram hafa komið óskir frá strandveiðimönnum um að byrja
tveimur dögum seinna en leyfilegt er í ágúst.  Fyrsti róðradagur þá fellur inn í verslunarmannahelgina, sunnudagurinn
2. ágúst.  Þann dag er
fiskvinnslufólk í fríi og því erfitt að losna við afla.  

Picture 6.png