Á fundi stjórnar LS 21. og 22. júlí urðu miklar umræður um stöðu
smábátaútgerðarinnar gagnvart lánastofnunum. Í kjölfar bankahrunsins gáfu stjórnvöld þau tilmæli til
lánastofnana að þau frystu lán til allt að tveggja ára án nokkurs kostnaðar né
breytinga á skilmálum. Það gekk
snurðulaust hjá yfirteknu bönkunum og einnig voru spariðsjóðirnir
liðlegir.
Nokkuð var um að félagsmenn kusu skemmri tíma en 2 ár, töldu að ástandið
mundi vera orðið viðunandi innan hálfs árs. Því miður hefur slíkt ekki orðið
raunin og því hafa smábátaeigendur farið fram á áframhaldandi frystingu til
allt að 18 mánaða og skírskotað máli sínu til stuðnings til tilmæla
stjórnvalda.
Lánastofnanir hafa brugðist misvel við. Dæmi eru um að krafa hefur verið gerð um skilmálabreytingar svo
sem tugaprósenta hækkun vaxtaálags og myntbreytinga, jafnvel gengið svo langt
að lánveitandi geti hvenær sem er breytt láninu í íslenskar krónur.
Mikil óánægja hefur verið meðal smábátaeigenda með slíkt og hefur LS með
formlegum hætti kvartað til stjórnvalda vegna þessara framkomu yfirteknu bankanna og sparisjóða. LS hefur hvatt smábátaeigendur til að
samþykkja hvorki skilmálabreytingar né hækkun á vaxtaálagi.
ríkisstjórn Íslands að tryggja gegnsæi í samningum um afskriftir lántakenda gagnvart
lánveitendum. Einnig kallar stjórn
LS eftir skýrum reglum opinberra kröfuhafa gagnvart heimilum og
fyrirtækjum. LS krefst þess
að heimili og fyrirtæki fái viðunandi lausn á skuldastöðu sinni sem skapast hefur
vegna bankahruns jafnt og ofurskuldsett fyrirtæki sem endurreist eru með
milljarða eftirgjöf skulda.“