Síðustu
þrír dagar hafa verið frekar rólegir hjá strandveiðibátunum. Brælur hafa hamlað sjósókn. Heildarþorskafli þeirra er nú rúm tvöþúsund
tonn. Þar af hafa bátar á
veiðisvæði A veitt rúman helming aflans.
Á því svæði hafa alls 186 bátar landað afla og er meðalafli í róðri 614 kg.
Á
myndinni hér að neðan sem byggð er á upplýsingum frá Fiskistofu eru nánari upplýsingar
um stöðu veiðanna.