undanfarin ár hefur LS í samstarfi við ýmsa aðila reynt að finna markað fyrir
grásleppu sem búið er að hirða hrognin úr. Í nokkur skipti hafa komið viðbrögð en aldrei nægilega
kröftug til að viðskipti gætu hafist fyrr en nú.
Síðast
liðin ár hefur Triton ehf. séð um markaðshliðina. Sýnishorn hafa verið send til fjölmargra aðila og í lok árs
2006 þóttu viðbrögð vera það góð að ákveðið var að sækja um 4 milljóna styrk í
AVS sjóðinn fyrir árið 2007. AVS treysti
sér hins vegar ekki til að styrkja verkefnið nema um fjórðung af þeirri upphæð
og varð því ekkert af samstarfi við sjóðinn.
Ári
síðar var aftur sótt um styrk, en þá brá svo við að stjórn AVS sjóðsins synjaði umsókninni.
Í
janúar sl. var í þriðja sinn send umsókn um styrk til AVS. Stjórn sjóðsins ákvað að
mæla með 4 milljóna styrk sem nýtist nú einkar vel til verkefnisins.
Eins
og fram kemur á heimasíðu AVS hefur verkefnið gengið vel í sumar. Byrjaður er útflutningur á frosinni
grásleppu til Kína og gera má ráð fyrir að framhald verði þar á á
grásleppuvertíðinni 2010.