Grásleppan – mestu landað á Drangsnesi


Grásleppuvertíðinni
lauk 12. ágúst sl. þegar bátar í innanverðum Breiðafirði drógu upp netin.  Vertíðin var víðast hvar góð og skilaði
grásleppukörlum miklum verðmætum.  

Alls
stunduðu 279 bátar veiðarnar í ár sem var 50 fleiri en á vertíðinni 2008.  Landaður afli svaraði til 8-5-11 tunna
af söltuðum grásleppuhrognum og var söluverðmæti þeirra 1,5 milljarður.  

Mestu var landað á Drangsnesi eða sem jafngildir 3-3-1 tunnum.  Stykkishólmur kom næstur með 5-1-1 tunnur.   Alls var landað á 41 stað á landinu.   


Sjá nánar:  Grásleppa 2009.pdf