saman til fundar 8. september sl.
afstöðu stjórnarinnar til eftirfarandi málefna:
Sjómannaafsláttur – stjórn
Eldingar mótmælir harðlega öllum tillögum um breytingar eða afnámi
sjómannaafsláttar.
Stjórnir
lífeyrissjóða – stjórn Eldingar tekur heilshugar undir með Sjómannafélagi
Íslands um að atvinnurekendur eigi ekki sæti í stjórnum lífeyrissjóðanna.
Þorsk- og
ýsukvóti – stjórn Eldingar minnir á fyrri tillögur félagsins um að
veiðiheimildir í þorski miðist við 220 þús. tonn. Ennfremur mótmælir stjórnin gífurlegum niðurskurði á
ýsukvóta.
Hvalveiðar – stjórn
Eldingar lýsir mikilli ánægju með hvalveiðar. Bent er á þá atvinnusköpun sem slíkar veiðar hafa haft, eins
og dæmin frá Akranesi og víðar á Vesturlandi sanna.
Skötuselur – stjórn
Eldingar hvetur Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að finna
viðunandi lausn á skráningu skötusels sem meðafla og minnir á að enn er engan
skötuselskvóta að hafa.
Þyrlusveit
Landhelgisgæslunnar – stjórn Eldingar varar sterklega við öllum
áformum um að gera þyrlusveit Landhelgisgæslunnar vanhæfa til að sinna öryggishlutverki
sínu.
Í lok fundar var samþykkt að aðalfundur Eldingar verði sunnudaginn
4. október kl 13:00.
Formaður Eldingar er Birkir Einarsson Flateyri.