Aðalfundur Skalla – fagnar strandveiðum – vill fjölga veiðidögum á grásleppu

  

Aðalfundur Skalla var haldinn í gær.  Ágæt mæting var á fundinn og
umræður  líflegar.  Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var í
kjölfar skoðanaskipta samþykktar ályktanir.

Meðal þeirra voru eftirfarandi:


Strandveiðar – Aðalfundur
Skalla fagnar strandveiðum og telur þær til hagsbóta fyrir félagsmenn á sínu
svæði, sem er frá Hvammstanga til Siglufjarðar.  Stjórnin hvetur sjávrútvegs- og landbúnaðarráðherra til að
beita sér fyrir því að strandveiðar verði festar í sessi sem sérstakt
veiðikerfi, óháð veiðiheimildum til króka- og aflamarks, á tímabilinu maí til
ágúst ár hvert.

Skalli telur það afleita ákvörðun að færa veiðiheimildir úr byggðakvóta í strandveiðikerfið. 
Veiðiheimildir til strandveiða verði viðbót við áður úthlutaðan kvóta og
dragist ekki frá veiðiheimildum þeirra sem eru háðir króka- og aflamarki. 

 

Niðurskurður í þorsk,
ýsu og ufsa óásættanlegur –
Aðalfundur Skalla harmar ákvörðun
sjávarútvegsráðherra um niðurskurð aflaheimilda á þorski, ýsu og ufsa á
fiskveiðiárinu 0-20-2009 og bendir á tillögur Landssambands smábátaeigenda í því
sambandi þar sem gert er ráð fyrir 200 þús. tonnum af þorski og 80 þús. tonnum
af ýsu og veiðiheimildir í ufsa verði óbreyttar 65 þús. tonn.

DSC0-1-0.JPG

                       

Línuívilnun   Aðalfundur Skalla haldinn á Sauðárkróki 16. september 2009
hvetur stjórnvöld til að standa vörð um línuívilnun og breyta reglum þannig að
hún taki einnig til þeirra báta þar sem línan er stokkuð upp í landi.

                     

Byggðakvótinn   Aðalfundur Skalla haldinn á Sauðárkróki 16. september hvetur
stjórnvöld til að standa vörð um byggðakvótann.

Ennfremur leggur fundurinn til að stjórnvöld breyti reglum
um byggðakvóta þ.a. aflétt verði skilyrðum um vinnsluskyldu í heimabyggð og
ákvæði um tvöföldunarskyldu.

Auk þess hvetur aðalfundur Skalla til að byggðakvóta verði úthlutað í upphafi
hvers fiskveiðiárs.

 

Grásleppa – Skalli leggur til að fjöldi veiðidaga á svæði E á vertíðinni 2010 verði 70 innan
tímabilsins 1. mars    29. maí. 

 

Sjómannaafsláttur
– Aðalfundur Skalla hvetur stjórnvöld til að standa vörð um sjómannaafsláttinn.

 

Fagna endurskoðun
laga um stjórn fiskveiða
 Aðalfundur Skalla haldinn á Sauðárkróki
miðvikudaginn 16. september 2009 fagnar ákvörðun stjórnvalda um endurskoðun á
stjórnun fiskveiða og vonar að með þeirri endurskoðun verði bundinn endi á það
óréttlæti sem viðgengist hefur síðan þessu kerfi var komið á. 

Þá vonar Skalli að endurskoðunin leiði til þess að auðvelda
nýliðun í greininni og þau sjávarpláss sem verst hafa orðið úti vegna afleiðinga
núverandi kerfis njóti góðs af þessari endurskoðun.

Þá harmar fundurinn þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið
við leigu aflaheimilda þar sem leiguverð á þorski hefur oft á tíðum verið um og
yfir markaðsverði.

 

Skötuselur
Aðalfundur Skalla hvetur sjávarútvegsráðherra að breyta reglum um
skötuselsveiðar þannig að skötuselur sem meðafli við grásleppuveiðar reiknist ekki til króka- eða aflamarks.

 

Stjórn Skalla var
endurkjörin en hana skipa eftirtaldir:

Sverrir Sveinsson formaður                    Siglufirði

Eðvald Daníelsson varaformaður             Hvammstanga

Steinn Rögnvaldsson gjaldkeri                Skaga

Sigurjón Guðbjartsson meðstjórnandi        Skagaströnd

Steinar Skarphéðinsson meðstjórnandi     Sauðárkróki