Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur mánudaginn 21. september

Smábátafélag
Reykjavíkur hefur boðað aðalfund. 
Hann verður haldinn mánudaginn 21. september og hefst kl 20:00.  Fundarstaður er kaffistofa félagsins í
Suðurbugt (Verbúð 5)

Formaður
og framkvæmdastjóri LS mæta á fundinn.

Á
fundinn mætir einnig Bjarni Áskelsson hjá Reiknistofu fiskmarkaðanna.

 

Alls
lönduðu 43 bátar í eigu félagsmanna Smábátafélags Reykjavíkur á árinu 2008, sem
er fækkun um 10 báta milli ára.

 

Stjórn
félagsins hvetur félagsmenn til að fjölmenna til fundar, taka þátt í umræðum um
það sem efst eru á baugi og hafa þannig áhrif á afstöðu félagsins til einstakra
málefna.  

 

Formaður
Smábátafélags Reykjavíkur er Garðar Berg Guðjónsson