Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur – borgaryfirvöld standi vörð um útgerð smábáta

Á
aðalfundi Smábátafélags Reykjavíkur kom fram megn óánægja með áhugaleysi
borgaryfirvalda um sterka smábátaútgerð í Reykjavík.  Smábátaeigendur hafa verið beittir þrýstingi um að færa alla
starfsemi sína úr Grófinni yfir á Granda. 
Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur telur að slíkt muni skaða miðbæjarímynd
borgarinnar.  Borgaryfirvöld eru
hvött til að hafa samráð við Smábátafélag Reykjavíkur við allar breytingar á
skipulagi sem lúta að aðstöðu smábátaútgerðarinnar í borginni.

1.jpg

 

Fundurinn
fjallaði um fjölmörg önnur mál og samþykkti ályktanir þeim tengd.

Meðal
þeirra var að skora á stjórnvöld að heimila 220 þús. tonna árlega veiði á
þorski næstu 2 til 3 árin. 

Til
mótvægis verði dregið úr álagi á grunnslóðina með því að færa botndregin
veiðarfæri fjær landi.   Á
grunninu verður meiri skaði þegar búið er að slóðadraga botninn, en á dýpri
sjó.   Því að áhrif
strauma og storma gætir ólíkt meira á grunninu en utar í dýpri sjó.  Á grunninu verður til mikið af fæðu
fiskstofna og gróður sem skýlir ungviði.

1.jpg

Þá
lýsti fundurinn ánægju sinni með strandveiðar og hvatti til að hámarksafli á
dag verði miðaður við 800 þorskígildi. 

 

Stjórn
Smábátafélags Reykjavíkur var endurkjörin, en í henni eru:

Garðar
Berg Guðjónsson formaður

Konný
Breiðfjörð Leifsdóttir ritari

Jón
Friðgeir Magnússon gjaldkeri

Þorvaldur
Gunnlaugsson varaformaður

Guðmundur
Jónsson meðstjórnandi