Aðalfundir Króks, Reykjaness, Snæfells og Hrollaugs


 

Mikil
fundarhrina er framundan hjá smábátaeigendum.  Svæðisfélög smábátaeigenda um allt land boða aðalfundi.  Á næstu fjórum dögum verða aðalfundir
Króks, Reykjaness, Snæfells og Hrollaugs.

 

Aðalfundur Króks á Patró
fimmtudaginn 24. september

Aðalfundur
Strandveiðifélagsins Króks verður í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði á morgun
fimmtudaginn 24. september. 
Fundurinn hefst kl 20:00.  
Formaður félagsins Tryggvi Ársælsson lofar fjörugum og kraftmiklum fundi
þar sem m.a. verður rætt um þá alvarlegu stöðu sem skapast hefur vegna skorts á
ýsukvóta, framhald Strandveiðikerfisins, tillaga um breytingu á fyrirkomulagi
grásleppuveiða ofl.

Formaður
og framkvæmdastjóri LS mæta á fundinn.

 

Aðalfundur Reykjaness í
Grindavík föstudaginn 25. september

Halldór
Ármannsson formaður Reykjaness boðar félagsmenn Reykjaness til aðalfundar í
Salthúsinu í Grindavík kl. 17:00 föstudaginn 25. sept.  Auk formanns og framkvæmdastjóra LS
verða gestir fundarins Bjarni Áskelsson frá Reiknistofu fiskmarkaðanna og
Steingrímur Gunnarsson frá Trackwell sem ræða mun um og kynna kosti rafrænna
afladagbóka.

1.jpg


sögn Halldórs brenna fjölmörg mál á félagsmönnum.  Meðal þeirra eru: Áhrif bankahrunsins á fyrirtæki í
smábátaútgerð, vonbrigði félagsmanna í garð stjórnvalda að fallast ekki á
tillögu félagsins um stöðvun veiða á viðkvæmum hrygningarslóðum útifyrir
Sandgerði, aflameðferð og strandveiðar.

 

Aðalfundur Snæfells í
Grundarfirði nk. laugardag 26. september

Fjölmennasta
svæðisfélag LS er Snæfell.  Í eigu
félagsmanna lönduðu 100 bátar á árinu 2008.  Alexander Kristinsson á Rifi er formaður félagsins.  Aðalfundur Snæfells verður á Hótel
Framnesi í Grundarfirði laugardaginn 26. september og hefst kl 17:00.  Alexander býst við góðri mætingu á fundinn.  Hann segir að mikil umræða hafi verið
hjá félagsmönnum um naumt skammtaðar veiðiheimidir þessa árs og eins og oft
áður fara ekki saman sjónarmið fiskifræðinga og félagsmanna.  

Formaður
og framkvæmdastjóri LS mæta á fundinn.

 

Aðalfundur Hrollaugs
sunnudaginn 27. september

Hornfirðingar
halda aðalfund sinn á Humarhöfninni. 
Fundurinn verður eins og dagatal þeirra Hrollaugsmanna segir til um 27.
september og hefst hann kl 13:00. 
Formaður Hrollaugs er Unnsteinn Þráinsson.  Unnsteinn segir nýliðið fiskveiðiár hafa verið mjög gott hjá
Hrollaugsmönnum en alls lönduðu 20 bátar afla, samtals 0-7-4 tonn eða 239 tonn
að meðaltali á bát.

Framkvæmdastjóri
LS mætir á fundinn.