Strandir halda fund á Hólmavík

Aðalfundur
Stranda verður á morgun þriðjudaginn 29. september.  Fundurinn verður í slysavarnafélagshúsinu á Hómavík og hefst
kl 20:00.

Haraldur
Ingólfsson formaður Stranda segir árið hafa gengið vel hjá trillukörlum á
Ströndum.  Nóg af fiski og grásleppan
hefði skilað þeim gríðarlegum verðmætum.  „Nú sýnist mér hins vegar óveðursský vera að hrannast upp þar
sem ekki er hægt að fá leigða ýsu. 
Eins og undanfarin haust hefur ýsuveiði gengið vel og því hratt gengið á
kvóta hvers og eins.  Því hafa menn
mætt með leigu á ýsu.  Það er hins
vegar ekki í boði í dag, engan ýsukvóta að fá.  Ef ekki rætist úr á næstu dögum er hætt við að bátar
stöðvist, þar sem ekki er hægt að ná þorskinum á línuna öðru vísi en ýsa
veiðist líka“, sagði Haraldur.   

 

Örn
Pálsson framkvæmdastjóri LS mætir á fundinn, þar sem hann gerir grein fyrir
helstu málum og svarar fyrirspurnum fundarmanna.