Krafa um að auka þorskkvótann um 70 þús. tonn

Á
fundum svæðisfélaga LS sem nú eru haldnir í aðdraganda 25. aðalfundar 15. og 16.
október nk. hefur krafa um aukinn kvóta í þorski verið hávær. 

Fram
hefur komið að félagsmenn eru sammála um að ráðherra hafi ekki átt að fara að
tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar um hámarksafla í þorski.  Forsendur hafi ekki verið fyrir því að
minnka kvótann úr 160 þús. í 150 þús. tonn.  Bent er á að ástand í sjónum hafi sjaldan verið betra
en nú;  þorskurinn vel haldinn og stærðardreifing
aflans góð. 

Einnig er bent
á að meðal þess sem réð ákvörðun að fara með þorskkvótann niður í 130 þús. tonn
2007 hafi verið gott ástand í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það væri borð fyrir báru
og mundi skila sér í hraðari uppbyggingu á stofninum. Jafnvel bent á að innan fárra
ára mundi það skila okkur inn í ársveiði upp á 300 þús. tonn.

 

Í þriðja lagi var tillaga Hafrannsóknastofnunar
ekki sannfærandi þar sem stofnunin ráðlagði 124 þús. tonna veiði á sl. fiskveiðiári.
 Leyfður afli varð hins vegar 30% meiri.  Þrátt fyrir þá staðreynd mælti
stofnunin með rúmlega fimmtungs aukningu.

Nokkur
svæðisfélaga LS skora á ráðherra að bæta nú þegar 70 þús. tonnum við
þorskkvótann.  Auk góðs ástands á
þorskinum er bent á nauðsyn þess fyrir þjóðarbúið.  Það þurfi á auknum útflutningstekjum að halda, veik króna
hámarki þær enn meir.  Þá er
nauðsynlegt að koma sér betur fyrir á mörkuðum áður en gríðarlegt magn þorsks
fer að berast úr Barentshafinu. 
Það þolir því enga bið að bæta við þorskkvótann.

,