Aðalfundur Snæfells – línuívilnun verði efld, hámarksafli mældur í þorskígildum og 1000 tonn meira af skötusel


Snæfell hélt aðalfund sinn í Grundarfirði 26.
september sl.  Góð mæting var á
fundinn hjá þessu stærsta svæðisfélagi LS og félagsmenn röskir við að halda
fram skoðunum sínum á fjölmörgum málum sem lágu fyrir fundinum.

 

Fundurinn vill að LS beiti sér áfram fyrir
eflingu línuívilnunar og að dagsafli við strandveiðar verði takmarkaður við 800
þorskígildi en ekki kílóatölu. 

 

Snæfell leggur mikla áherslu á að aðalfundur
LS hafni alfarið inngöngu Íslands í Evrópusambandið.  Ennfremur að hann mótmæli harðlega öllum hugmyndum um afnám
sjómannaafsláttar.

 

Snæfell brýnir fyrir aðalfundi LS að hann
mótmæli harðlega togveiðum innan 12 mílna landhelgislínu Íslands. 

Í greinargerð segir:  Það er óviðunandi að togveiðar séu
stundaðar á grunnslóð á sama tíma og ýsukvótinn er skorinn stórlega niður eins
og raun ber vitni.  Snæfell telur
þessar veiðar stórskaða ýsustofninn og forsendan fyrir því að efla hann er stöðvun
togveiða á grunnslóð.

DSC2-7-032.jpg

Gestur Hólm og Bárður  

      

Aðalfundur Snæfells ítrekar fyrri ályktanir
um að veiðiheimildir í þorski miðist við 220 þús. tonn.  Mótmælt er gífurlegum niðurskurði í
öðrum tegundum.

 DSC2-0-032.jpg

Aðalfundur Snæfells skorar á
sjávarútvegsráðherra að breyta reglugerð um svæðalokanir fyrir handfæraveiðum.   Í stað lokunar svæða komi tímabundin svipting veiðileyfis hjá
þeim sem veiðir of hátt hlutfall af smáfiski.

 

Skötuselur

Mikil umræða fór fram um skötuselsveiðar, en
skötuselur hefur flætt yfir veiðisvæði þeirra Snæfells manna á sl.
misserum.  Sjávarútvegsráðherra er
hvattur til að breyta reglum þannig að skötuselur sem meðafli við
grásleppuveiðar reiknist ekki til króka- eða aflamarks.

Þá skorar aðalfundur Snæfells á
sjávarútvegsráðherra að auka veiðiheimildir nú þegar um 1000 tonn og deila út á
þrjá vegu:

a.            Úthluta
500 tonnum eftir veiðireynslu sl. fiskveiðiárs

b.            330
tonnum verði úthlutað samkvæmt aflahlutdeild

c.            170
tonn verði notað til að mæta meðafla við grásleppuveiðar

 

 Grásleppuveiðar

Aðalfundur Snæfells leggur til að heimilað
verði að hafa tvö grásleppuleyfi á einum bát og viðkomandi geti þá stundað
veiðar í tvö tímabil.  

 

 

Stjórn
Snæfells var öll endurkjörin, en hana skipa:

 

Alexander
Friðþjófur Kristinsson formaður 
Hellissandi

Gestur
Hólm Kristinsson ritari 
Stykkishólmi

Jóhann
Rúnar Kristinsson gjaldkeri Hellissandi

Bárður
Guðmundsson meðstjórnandi Ólafsvík

Heiðar
Magnússon meðstjórnandi Ólafsvík