Klettur, Elding, Austurland, Sæljón og Fontur halda aðalfundi

Aðalfundur
Eldingar verður á Hótel Ísafirði nk. sunnudag 4. október.  Birkir Einarsson formaður Eldingar býst
við fjölmenni á fundinn sem hefst kl 13:00.  Mörg málefni hvíla á félagsmönnum Eldingar.  Birkir segir aðkallandi að stjórnvöld
leiðrétti lán sem lentu í hamförum
efnahagshrunsins og að veiðiheimildir í þorski og ýsu verði auknar nú
þegar.  

Formaður
og framkvæmdastjóri LS mæta á fundinn.

 

Sæljón

Guðmundur
Elíasson formaður Sæljóns á Akranesi hefur boðað aðalfund félagsins
þriðjudaginn 6. október.  Fundurinn verður haldinn í Jónsbúð og hefst kl 17:00.

Guðmundur
segir Akurnesinga áhyggjufulla vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á framboði
leigukvóta.  Hann hafi þeir getað
stólað á undanfarin ár en nú sé allt stopp og stutt í að útgerðir á Skaganum
verði það líka.

Formaður
og framkvæmdastjóri LS mæta á fundinn.

 

Fontur

Haraldur
Sigurðsson formaður Fonts boðar félagsmenn til aðalfundar miðvikudaginn 7.
október.  Fundarstaður er Hótel
Norðurljós á Raufarhöfn og hefst fundurinn kl. 14:00.

Auk
framkvæmdastjóra LS mun Ormur Arnarson frá Triton mæta á fundinn og ræða næstu skref í útflutningi á frosinni grásleppu.

 

 

Áður
hefur verið minnst á aðalfundi Kletts og Félags smábátaeigenda á Austurlandi.

Klettur fundar á Árskógssandi á morgun 3. október kl. 10:30 og Félag smábátaeigenda
á Austurlandi á Hótel Héraði nk. mánudag 5. október kl. 13:30.