Arnar á Ragnari nýr formaður Hrollaugs


Hrollaugur á Höfn hélt aðalfund 27.
september sl.  Það bar til tíðinda
á fundinum að Unnsteinn Þráinsson sem verið hefur formaður félagsins sl. 2 ár
gaf ekki kost á sér til endurkjörs. 
Nýr formaður var kosinn Arnar Þór Ragnarsson sem jafnframt var
tilnefndur sem fulltrúi félagsins í stjórn LS.  Arnari er hér með óskað til hamingju með formannskjörið og
velfarnaðar í starfi, um leið og Unnsteini er þakkað fyrir sitt framlag til
eflingar smábátaútgerðar á undanförnum árum, bæði sem formaður Hrollaugs og
stjórnarmaður í LS.

Kringum Hrollaug hefur skapast afar
skemmtileg stemning sem lítur að því að annað hvert ár gera félagsmenn og makar
sér dagamun með skemmtiferð út fyrir landsteinana.  Í haust var farið til Valencia á Spáni og er myndin hér
tekin við það tækifæri. Sumar 9-1-2009.jpg


Aðalfundur Hrollaugs lýsti stuðningi við
strandveiðikerfið.  Samþykkt var að
óska eftir að dagsafli verði miðaður við þorskígildi í stað kílóa.

Hrollaugur vill afnema línuívilnun og
byggðakvóta til að skapa meiri sátt innan greinarinnar.

Geymsluréttur verði færður til fyrra
horfs, verði 20%.

Hrollaugur vill banna botnvörpuveiðar
innan 6 sjómílna frá landi og segir óskiljanlegt að árið 2009 skuli vera
leyfðar slíkar veiðar upp að 3 mílum með öflugum togurum með tilheyrandi skaða
fyrir lífríkið.

Aðalfundurinn vill að LS beiti sér fyrir
því að stórauka makrílrannsóknir við strendur landsins einnig fæðu hans hér við
land, hvað hann étur hér og hversu mikið
magn.                                                                                                       

Í umræðum kom fram að vissulega væri þó spennandi að fá nýjar tegundir til að veiða.  Aftur á móti er ástæða til að hafa áhyggjur af veru makrílsins
hér við land þar sem hann virðist vera í beinni samkeppni um fæðu við þær
tegundir sem fyrir eru.

 

Stjórn Hrollaugs er þannig skipuð: 

Arnar Þór Ragnarsson formaður

Unnsteinn Þráinsson gjaldkeri

Friðþór Harðarson ritari