Frá aðalfundi Farsæls, félags smábátaeigenda í Vestmannaeyjum

Í dag, 6. október hélt Farsæll, félag smábátaeigenda í Vestmannaeyjum aðalfund.  Fundurinn var ágætlega sóttur og fjölmörgum samþykktum var beint til aðalfundar Landssambands smábátaeigenda, sem haldinn verður í Turninum í Kópavogi dagana 15.-16 október n.k.


Eftirfarandi var samþykkt á fundinum:


1.  Aðalfundur Farsæls mótmælir harðlega þeirri aðgerð að opna fyrir snurvoð upp í fjöruborð við suðurströndina með skelfilegum afleiðingum fyrir ýsustofninn.  Þá telur Farsæll þetta afar slæmt fyrir sandsílið sem á í vök að verjast.  Trillukarlar í Vestmannaeyjum hafa miklar áhyggjur af snurvoðaveiðum í fjörunni við suðurströndina og skilja ekki hvaða fiskifræðilegu rök liggja að baki því að opna fyrir snurvoð, sérstaklega þar sem sandsílisstofninn er að hverfa á þessu svæði.  Þar af leiðandi hafa fiska- og fuglategundir svo sem lundi ekki nóg æti.  Trillukarlar í Vestmannaeyjum telja snurvoðina miklu skaðlegra veiðarfæri fyrir lífríkið en önnur veiðarfæri og að náttúran eigi að njóta vafans.  Fundurinn krefst þess að snurvoðaveiðar verði tafarlaust bannaðar á þessu svæði.



2.  Aðalfundur Farsæls krefst þess að línuívilnun verði efld og nái til alla dagróðra báta sem róa með línu hvort sem um er að ræða landbeitt, trektarbeitt eða vélarbeitt.



3.  Aðalfundur Farsæls er á móti byggðakvóta, nú sem fyrr.



4.  Fundurinn lýsir ánægju sinni með strandveiðikerfið en skorar á stjórnvöld að aflinn verði mældur í þorskígildum og að veiðarnar byrji fyrr á árinu.



5.  Fundurinn mótmælir allri skerðingu á kvótaúthlutun og krefst þess að þorskkvótinn verði aukinn nú þegar.



6.  Fundurinn mótmælir öllum áformum að leggja af sjómannaafsláttinn.



7.  Fundurinn ítrekar mótmæli gegn fyrningarleiðinni.



8.  Fundurinn lýsir yfir stuðningi við sjálfbærar hvalveiðar.



9.  Fundurinn er á móti því að Íslendingar gangi í Evrópusambandið.



10.  Fundurinn beinir því til LS að það beiti sér fyrir því að kaup á AIS-tækjum verði sett í útboð og jafnvel önnur aðföng til útgerðarinnar.



Stjórn Farsæls var endurkjörin.  Hana skipa:



Jóel Þór Andersen formaður



Meðstjórnendur:
Þorkell Húnbogason
Haraldur Hannesson
Georg Árnason og
Kjartan Már Ívarsson
Til vara:
Sigurður Elíasson og
Vigfús Guðlaugsson 

Fulltrúi í stjórn LS er:
Jóel Þór Andersen
fulltrúa á 25. aðalfund Landsambands smábátaeigenda:
Sigurður Elíasson

,

Picture 9.png

Frábært framtak