Elding – krefst þess að lán verði leiðrétt


Aðalfundur
Eldingar var haldinn á Ísafirði 4. október sl.  Engin vonbrigði voru með mætingu á fundinn, né umræður um
fjölmörg málefni sem brenna á félagsmönnum í Eldingu.

Meðal
tillagna sem Elding samþykkti sem veganesti fyrir fulltrúa félagsins á 25.
aðalfund LS voru:



þorskkvótinn verði tafarlaust hækkaður í 220 þús. tonn og 15 þúsund tonnum bætt
við ýsuna.

Elding
vill standa vörð um strandveiðar.

Eindregin
mótmæli gegn öllum hugmyndum um fyrningu veiðiheimilda og breytingum á
sjómannaafslætti.

Aðalfundur
Eldingar skorar á stjórnvöld að leiðrétta öll lán smábáaútgerðarinnar.

Elding
er andvígt seturatvinnurekenda í stjórnum lífreyrissjóðanna og tekur þar undir
með Sjómannafélagi Íslands.

 

Guðmundur
Halldórsson fyrrum formaður Eldingar lagði fram eftirfarandi tillögu sem
fjallar um að sjómenn komið með beinum hætti að ráðgjöf um heildarafla.  Tillagan var samþykkt og er svohljóðandi:

Aðalfundur Eldingar leggur
til að kosin verði nefnd á aðalfundi „Landssambands smábátaeigenda, sem hafi það
hlutverk að ræða við aðila í sjávarútvegi, með það að markmiði að komið verði á
ráðgefandi nefnd sjómanna, sem hafi það hlutverk að gefa árlega rökstudda ráðgjöf
um heildarafla samhliða Hafrannsóknastofnuninni.  Með þessu fyrirkomulagi hefur ráðherra tvö ráðgefandi álit
við ákvörðun heildarafla. 
Annars vegar frá vísindamönnum Hafrannsóknastofnunarinnar og hins vegar frá
reynsluheimi sjómanna.

Greinargerð með tillögunni

Íslendingar hafa ekki lengur efni á að nýta ekki
reynsluheim sjómanna.  Nauðsynlegt
er að halda utan um þekkingu sjómanna og nýta þá reynslu sem þeir hafa aflað sér
í  umgengni við lífríkið í
hafinu.  Þetta verður best gert með
því að byggja upp gagnagrunn í samvinnu við háskólasamfélagið um þá þekkingu og
reynslu sem sjómenn afla sér í daglegri umgengni við fiskistofnana umhverfis
landið.   Þessi gagnagrunnur mun eflast með árunum og gera okkur færari
um að meta burðarþol fiskistofnanna. 
 Eins mun hann hjálpa okkur
að þróa þau veiðarfæri sem falla best að lífríkinu og vinna með náttúrunni.   Nauðsynlegt er að nýta fiskistofnana með eins mikilli
skynsemi og mögulegt er.   Að hvorki sé um vannýtingu eða ofnýtingu
að ræða.  Nauðsynlegt er að samræmi
sé í ráðgjöfinni milli tegunda þannig að ráðgjöfin kalli ekki á brottkast.   Aðkoma sjómanna mun bæta þá ráðgjöf sem gefin er og auka
traust þjóðarinnar á að auðlindin sé nýtt með eins mikilli arðsemi og mögulegt
er og hámarksnýtingu fiskistofnanna.“