Arnar Þór í flokk ofurfiskimanna – 9-3-1 tonn


Á aðalfundi LS sem nú stendur yfir var upplýst að Ragnar SF-550 frá Hornafirði hefði orðið aflahæstur smábáta á sl. fiskveiðiári með 9-3-1
tonn.  Skipstjóri á Ragnari er
Arnar Þór Ragnarsson.   Í máli
framkvæmdastjóra LS kom fram að það hefði borið til tíðinda að hornfirskur
smábátur hefði nú rofið áralanga einokun bolvískra smábáta um mesta afla smábáta
á hverju ári.

IMG_2-7-83.jpg

Örn óskaði  Arnari
Þór og áhöfn hans til hamingju með þennan frábæra árangur og sagði hann vera
kominn í flokk ofurfiskimanna innan Landssambands smábátaeigenda eftir gríðarlega
harða keppni við Geira á Sirrý (Sigurgeir Þórarinsson), sem hampaði titlinum
mesti fiskimaður smábátaflotans 2008, það munaði aðeins 4 tonnum á þeim
félögum.   

Örn færði Arnari blómvönd frá landssambandinu af þessu
tilefni og fundarmenn fögnuðu með dynjandi lófaklappi.