Sjávarútvegsráðherra bregðist strax við yfirvofandi stöðvun ýsuveiða


Á aðalfundi LS 15.
og 16. október sl. var samþykkt að hvetja Jón Bjarnason sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra til að bregðast strax við því ófremdarástandi sem
upp er komið í ýsuveiðum.

IMG_8339.jpg

Í greinargerð með
samþykktinni segir að í nokkra mánuði hafi ekki verið hægt að fá leigðar
veiðiheimildir í ýsu.  Afleiðingar
þess eru að fjöldi báta verður að stöðva veiðar á næstu
dögum án þess að vera komnir í kvótaþurrð í öðrum tegundum.
 Við það minnkar framboð á línuveiddri ýsu, verðmæti lækkar, auk þess sem
sjómenn og beitningafólk missir atvinnuna.

Skorað er á ráðherra að koma í veg fyrir þessi vandamál með því að setja í reglugerð
að ýsa veidd á línu fram til næstu áramóta reiknist ekki til
afla- eða krókaaflamarks hvers báts þar sem viðmiðunin verði 30% af
ýsuafla viðkomandi á sl. fiskveiðiári.

,


Myndin er tekin á aðalfundi LS

Guðmundur Jónsson fulltrúi Smábátafélags Reykjavíkur og Garðar Berg Guðjónsson formaður félagsins og stjórnarmaður í LS

,

Sjávarútvegsráðherra hafnar beiðni Reykjaness um áframhaldandi lokun viðkvæmrar hrygningarslóðar við Reykjanes”


Uppskriftir