síðustu viku var fundað með sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar. Stjórnarmenn komu sjónarmiðum sínum á
framfæri við sérfræðingana og skýrðu frá stöðu og ástandi þorsks og ýsu á sínum
veiðisvæðum. Það var samdóma álit
þeirra að of mikillar hræðslu gætti hjá stofnuninni varðandi þorskinn. Engin ástæða væri til að halda sér við
150 þús. tonn.
Það sama var uppi á teningunum varðandi ýsuna. Ýsuaflinn nú væri samsettur af öllum
stærðum og ýsan mjög vel haldin.
Stjórnarmenn sögðu gríðarlega erfitt að stunda blandaðar veiðar með svo
litlar heimildir í ýsu. Í raun
mætti segja að nú á örfáum árum hefðu dæmin snúist við. Þegar þorskkvótinn var 130 þús tonn og
ýsan í 100 þús. hefði vantað upp á þorskinn til að veiðarnar yrðu sem hagkvæmastar. Nú væru hlutföllin hins vegar þannig að
það vantaði meiri ýsu í kvótann miðað við samsetninguna í veiðinni. Brýnt væri að endurskoða ákvörðun um
heildarafla og heimila 80 þús. tonna ýsuveiði á fiskveiðiárinu. Ýsustofninn væri sterkur og engin vá
fyrir dyrum þó það væri gert.
Stjórn LS beindi fjölmörgum spurningum til sérfræðinga
Hafrannsóknastofnunarinnar sem þeir svöruðu eftir bestu getu. Greinilegt var að fundurinn var
upplýsandi fyrir báða aðila og var ákveðið að framhald verði á slíkum fundum.