Línuívilnun nái til allra dagróðrabáta


Línuívilnun hefur verið í gildi
frá 1. febrúar 2004.  Í aðdraganda
hennar var rætt um að hún mundi ná til allra dagróðrabáta en á síðustu metrunum
við lögfestingu hennar ákvað þv. sjávarútvegsráðherra að hún mundi einungis ná
þeirra báta þar sem línan væri beitt í landi.  

LS hefur sótt það stíft að þessu
verði breytt þannig að línuívilnun nái til allra dagróðrabáta.  Á aðalfundi LS í október sl. var
eftirfarandi samþykkt:

„Aðalfundur
LS ályktar um að línuívilnunarprósentan verði nú þegar hækkuð og nái til allra
dagróðrabáta.“

 

Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS fjallaði um línuívilnuna
í ræðu sinni á aðalfundinum.  Þar
sagði hann m.a.:  

Krafa LS er
að línuívilnun verði hækkuð í 20% og nái til allra dagróðrabáta.  Vægi hennar taki mið af þeirri aðferð
sem notuð er við beitningu.  Við
kynningu á kröfunni hefur hún mætt skilningi hjá Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra.“

,

 

Sjá nánar um línuívilnun.pdf

 
úr ræðu Arnar .,

  

,