Hótelgestir í Shanghai gæða sér á grásleppu


Í dag lauk í Qingdao í Kína stærstu sjávarvörusýningu í Asíu


„China Fisheries & Seafood Expo 2009“

,

 

Útflutningsfyrirtækið
TRITON ehf var meðal þátttakenda í sýningunni og fylgir þar eftir söluátaki sínu á
grásleppu til Kína.  Það var á sl.
sumri sem TRITON opnaði fyrir viðskiptin með útflutningi á rúmum 70 tonnum af
frosinni grásleppu til kínverskra samstarfsaðila sinna.

 

Að sýningunni
lokinni munu fara fram kynningar á þremur völdum hótelum í Shanghai. Þar verður
boðið upp á ýmsa rétti úr íslenskri grásleppu og fleiri íslenskum sjávarafurðum, þ.á.m. niðursoðinni þorsklifur frá TRITON.

 

 

Áætlað er
að um 3 þúsund tonn af grásleppu falli til á Íslandi ár hvert, en
eins og kunnugt er, hafa hingað til einungis hrogn þessa annars frábæra matfisks
verið nýtt; sjálfum fiskinum er hent.

        
 

 

Grásleppukarlar
á Íslandi binda vonir við að hægt verði að byggja upp traustan markað fyrir
frysta grásleppu í Kína og hugsanlega fleiri löndum í Asíu.  Um miðjan nóvember,
þegar sendinefndin kemur heim frá Kína, fæst vonandi upplýst, hvers vænta má í þessum
málum.

 

 

Meðfylgjandi
plaggat sýnir hvernig hinn kínverski samstarfsaðili TRITON kynnir grásleppuna
fyrir löndum sínum.

Myndin er
af Ormi J. Arnarsyni, framkvæmdastjóra TRITON.

 

Qingdao Poster final white logo.jpg