Dreift hefur verið á Alþingi frumvarpi Jóns Bjarnasonar
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Í frumvarpinu eru gerðar tillögur um fjölmargar breytingar á lögum um
stjórn fiskveiða. Þessar eru
helstar.
Línuívilnun
Línuívilnun verði aukin úr 16% í 20% og nái einnig til
dagróðrabáta sem stokka upp línu í landi (trektarbáta). Ívilnun hjá þeim verði 15%.
Afnumið er ákvæðið um að eitt skilyrða fyrir línuívilnun sé
að bátur landi í sömu höfn og línan er tekin um borð.
Geymsluréttur
Aðeins verður heimilt að flytja 10% af aflamarki hverrar
botnfisktegundar frá yfirstandandi fiskveiðiári yfir á það næsta. Geymsluréttur verður því þrengdur úr 33%
í 10% yfir næstu fiskveiðiáramót, frá þeim tíma verður heimilt að færa 15% milli ára.
Aukin áhersla á að
uppsjávarfiskur verði veiddur til manneldis
Ráðherra verði veitt heimild til að ákveða með reglugerð að
allt að 70% af uppsjávarafla
einstakra skipa verði ráðstafað til vinnslu í landi eða um borð í
vinnsluskipum.
Veiðiskylda aukin,
þrengt að flutningi
Aflahlutdeild fellur niður ef veitt er minna en 50% á
fiskveiðiári af úthlutuðu aflamarki og aflamarki sem flutt hefur verið frá einu
fiskveiðiári til annars. Hér er
verið að auka veiðiskyldu mikið þar sem nú nær 50% reglan yfir tvö fiskveiðiár
í röð.
Auk þessa er fastsett að aðeins verður heimilt að flytja 50%
af aflamarki sem skipi er úthlutað.
Flutningur til viðkomandi báts breytir þar engu um. Nú er heimilt að auka
flutningsrétt með færslu á tegundum sem ekki er ætlunin að veiða. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þessi
heimild verði afnumin.
Veiðiheimildir í
skötusel auknar um 2000 tonn og hann leigður á 120 kr/kg
Veiðiheimildir í skötusel verða auknar um allt að 2000 tonn.
Útgerðir geta fengið úthlutað úr
þessum potti með því að greiða kr. 120 fyrir hvert kíló.
Sjá frumvarpið í heild