Kvótaaukning þolir enga bið – ráðherra útilokar ekki aukningu

 

Í gær fór fram utandagskrárumræðu á Alþingi um aukningu
aflaheimilda.   Málshefjandi
var Ásbjörn Óttarsson og var Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
til andsvara.  Umræðan stóð yfir í
hálfa klukkustund og tóku margir þingmenn þátt í henni.

Í framsögu Ásbjarnar hvatti hann sjávarútvegsráðherra að
auka nú þegar við kvótann í þorski, ýsu og ufsa, þá gagnrýndi hann niðurskurð í
grálúðu.   Hann sagði
tillögurnar taka mið af því að þær gengju ekki á uppbyggingu stofnanna.   Ásbjörn lagði til 40 þús. tonna
aukningu í þorski, færi í 190 þús. tonn. 
Veiðiheimildir í ýsu verði auknar um 7 þús. tonn, verði 70 þús.   Ufsakvótinn aukinn um 15 þús. tonn, verði 65 þús.

Í andsvari Jóns Bjarnasonar kom fram að hann útilokaði ekki
aukningu, en fara þyrfti afarvel yfir málefnið og þau rök sem lægju til
grundvallar.