Lögmæti gengislána – óheimilt að „verðtryggja“ með gengi


Í gær hélt Orator, félag
laganema, málþing um gengislán. 
Málþingið var hið fróðlegasta og mjög sterk rök færð fyrir því að
gengislán sem tekin hafa verið hægri vinstri á undanförnum árum séu í raun
íslensk lán.  Þau voru greidd út í
krónum og greitt af þeim í krónum. 
Sé það rétt er óheimilt að „verðtryggja“ íslensk lán með gengi erlendra
gjaldmiðla.

Þetta kom m.a. fram í erindi
Eyvindar G. Gunnarssonar lektors við lagadeild Háskóla Íslands og vitnaði hann
til laga og lögskýringa um vexti og verðbætur     L. 1-20-38, máli sínu til stuðnings.  Annar frummælenda Björn Þorri
Viktorsson hrl. hjá Lögmönnum í Laugadal tók undir skoðanir Eyvindar.

Þriðji frummælandinn,
Jóhannes Karl Sveinsson hrl. hjá Landslögum, var hins vegar ósammála
fyrrnefndum.

 

Framvinda þessa máls skiptir
félagsmenn í LS gríðarlega miklu. 
Það verður þvi fylgst náið með frekari tíðindum af viðbrögðum á skoðunum
lögmannanna.

 

Til fróðleiks útbjó LS
samantekt af þeim þáttum L. 1-20-38 sem vitnað var til á málþingi Orators.   Merkt gult í lagatexta og
lögskýringum er LS.

 

Sjá samantekt.pdf  

 

Orator – umfjöllun um
málþingið