Strandveiðar lofaðar af íbúum í Langanesbyggð

Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra barst fyrir skömmu
bréf undirritað af 183 einstaklingum í Langanesbyggð.  Þar er komið „á framfæri þökkum fyrir þá miklu framför sem
strandveiðikerfið er og það mikla líf sem það hefur hleypt í hafnir
landsins.  Hér í Langanesbyggð réri
í sumar vel á annan tug báta og höfðu um 25 manns beina atvinnu af þessum róðrum
auk afleiddra starfa.  Kemur slíkt
sér vel í ekki stærra byggðalagi. 
Er það mat okkar að hér sé um kæra búbót að ræða á erfiðum tímum.“  

 

Sjá nánar

,