SFÚ styður tillögu LS um aflaráðgjafanefnd

Enn eykst stuðningur við samþykkt aðalfundar LS um stofnun
aflaráðgjafanefndar sjómanna.  RÚV
fjallaði um málefnið í dag og sagði frá fundi Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda,
SFÚ, sem lýsa stuðningi við að stofnað verði ráð skipað starfandi skipstjórum
og sjómönnum.

 

Standveiðum fagnað

Á sama fundi fagnaði SFÚ strandveiðum, sagði þær
atvinnuskapandi og auka tekjur þjóðarinnar.

Ennfremur lýsti fundurinn stuðningi við skoðun Jóns
Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að vigta beri allan afla hérlendis.

 

 

Sjá nánar